Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 13. mars 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Jordi Cruyff biðlar til stuðningsmanna
Mynd: Getty Images
Jordi Cruyff þjálfar Viðar Örn Kjartansson og félaga í Maccabi Tel Aviv. Hann var sáttur með 2-0 sigur í lokaumferð deildarinnar í gær og biðlar til stuðningsmanna félagsins að standa við bakið á liðinu í úrslitakeppninni.

Maccabi endaði í 3. sæti ísraelsku deildarinnar, tveimur stigum frá toppliðinu. Sex efstu liðin komast í úrslitakeppnina.

„Fyrri hálfleikurinn var góður en sá síðari var ekkert sérstakur. Við klúðruðum of mörgum færum og það er eitthvað sem við verðum að laga fyrir úrslitakeppnina," sagði Cruyff að leikslokum.

„Okkur gengur ekki nógu vel að skora úr hálffærum og ég vil biðla til stuðningsmanna að halda áfram að styðja við bakið á okkur. Þeir hafa verið frábærir allt tímabilið og núna þurfum við mest á þeim að halda."

Cruyff fór hratt yfir tímabilið og hefur mikla trú á að hans menn komi til með að vera krýndir meistarar.

„Okkur gekk herfilega á fyrri hluta tímabilsins en við höfum verið besta liðið í seinni hlutanum. Vonandi gefur það okkur sjálfstraust í úrslitakeppninni.

„Okkur gekk sérstaklega vel í stóru leikjunum og vonandi getum við haldið áfram að sýna okkar bestu hliðar þegar það skiptir máli."


Viðar er markahæsti maður Maccabi og næstmarkahæstur í deildinni með 11 mörk. Hann var markahæstur með 15 mörk á síðasta tímabili, en í ár skoraði Diaa Saba 18 fyrir Netanya.
Athugasemdir
banner
banner
banner