Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 13. mars 2018 11:14
Magnús Már Einarsson
KR í viðræðum við varnarmann frá Norður-Írlandi
KR gæti verið að fá liðsstyrk.
KR gæti verið að fá liðsstyrk.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
KR er í viðræðum við norður-írska miðvörðinn Albert Watson en hann hefur æft með liðinu undanfarna daga. Watson er 32 ára gamall en hann hefur frá árinu 2013 spilað með FC Edmonton í Kanada.

Watson spilaði áður í tíu ár með Ballymena United í heimalandi sínu sem og í tvö ár með Linfield.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að viðræður séu í gangi við Watson.

„Hann fer heim í dag en það eru viðræður í gangi milli okkar og hans. Við erum að reyna að ná samningum við hann eins og sakir standa," sagði Rúnar við Fótbolta.net í dag.

Miðvörðurinn reyndi Indriði Sigurðsson lagði skóna á hilluna síðastliðið sumar en KR hefur ekki fengið nýjan mann í hans stað í vetur.

KR

Komnir:
Björgvin Stefánsson frá Haukum
Kristinn Jónsson frá Breiðabliki
Pablo Punyed frá ÍBV

Farnir:
Garðar Jóhannsson hættur
Guðmundur Andri Tryggvason í Start
Michael Præst
Robert Sandnes
Stefán Logi Magnússon í Selfoss
Tobias Thomsen í Val
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner