Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. mars 2018 09:52
Magnús Már Einarsson
Miðar á Argentínu leikinn gætu komið aftur í sölu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Nýr miðasölugluggi fyrir HM í Rússlandi hófst klukkan 9:00 í dag en þar er um að ræða sölu þar sem fyrstur kemur fyrstur fær.

FIFA tilkynnti í gær að hægt væri að fá miða á alla leikina nema Ísland-Argentína og úrslitaleikinn sjálfan.

FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ varðandi miðasöluna sem hófst í morgun og þar kemur fram að ekki er öll nótt úti fyrir íslenska stuðningsmenn sem eru í leit að miða á Argentínuleikinn.

„Núverandi miðaúthlutun veltur á því að greiðsla gangi upp og því gætu ákveðnir hópar skilað sínum miðum. Því er möguleiki á að miðar á leik Argentína og Íslands verði í boði á síðustu mínútum í miðasölunni," segir í svari FIFA til KSÍ.

„Það er miklvægt að hafa þetta í huga því að fótboltaaðdáendur gætu misskilið að „uppselt" sé á leikinn því að það gæti breyst."

Samvkæmt vef FIFA fara „síðustu mínútu miðar" í sölu þann 18. apríl næstkomandi og þar gætu verið einhverjir miðar á Argentínu leikinn ef fólk sem fékk miða ákvað að nýta sér þá ekki.

Sjá nánar á vef KSÍ
Miðasöluvefur FIFA
Athugasemdir
banner
banner