Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. mars 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ryan Mason býst við að Kane verði hjá Tottenham í mörg ár
Mason og Kane ásamt Erik Lamela á góðri stundu.
Mason og Kane ásamt Erik Lamela á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Ryan Mason, fyrrverandi leikmaður Tottenham og Hull sem lagði skóna á hilluna fyrir mánuði vegna höfuðmeiðsla, hefur fulla trú á því að Harry Kane verði áfram hjá Tottenham næstu árin.

Mason og Kane þekkjast mjög vel enda voru þeir saman hjá Tottenham í rúman áratug. Mason er fæddur 1991 og Kane 1993.

„Ég trúi því að Harry vilji fara í sögubækurnar fyrir að bæta hin ýmsu met. Það er ekki að fara að gerast á Spáni," sagði Mason.

„Ef hann verður áfram hjá Tottenham þá mun hann fara í sögubækurnar. Hann á eftir að bæta úrvalsdeildarmetið hans Shearer, landsliðsmetið hans Rooney. Ég er handviss.

„Fyrir fjórum árum hefði enginn sagt að hann væri efni í úrvalsdeildarleikmann en sjáið hann í dag. Hann er einn af bestu sóknarmönnum heims og er bara 24 ára gamall. Hann þarf ekki að vinna titil akkurat núna, það er nóg eftir.

„Ég hef trú á því að Harry verði áfram hjá Spurs og haldi áfram að raða inn mörkunum. Þá munu titlarnir koma."

Athugasemdir
banner
banner