banner
   mið 13. mars 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Meistaraspáin - Nær Liverpool inn mikilvægu marki á útivelli?
Mynd: Fótbolti.net
Barcelona þarf mark á heimavelli í kvöld til að komast áfram.
Barcelona þarf mark á heimavelli í kvöld til að komast áfram.
Mynd: Getty Images
Seinni umferðin í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar klárast í kvöld með tveimur leikjum. Hefjast leikirnir báðir klukkan 20:00.

Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks og Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA eru sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Fótbolti.net kemur einnig með sína spá en keppni er í gangi þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn.

Ágúst Þór Gylfason

Bayern Munich 1 – 2 Liverpool
Klopp fær mikið hrós eftir leikinn fyrir hvernig hann leggur leikinn upp fyrir sína menn. Þó svo að Liverpool verði minna með boltann þá munu þeirra skyndisóknir vega þungt. Minn uppáhalds Liverpool leikmaður Firminio mun eiga stórleik, skorar og leggur upp á Mane. Van Dijk fer fyrir sínum mönnum í varnarleiknum en spái því að Robert Lewandowski skori mark Bayern eftir hornspyrnu. Þetta verður týpískur VAR leikur með mörgum löngum missættis atriðum til að skoða!

Barcelona 2 – 0 Lyon
Erfiðasti útivöllur seinni ára Nou Camp mun reynast Lyon erfiður. Frekar easy win fyrir Börsunga. Messi og Suarez sjá um markaskorunina.

Óli Stefán Flóventsson

Barcelona 2 - 1 Lyon
Mögnuð úrslit fyrir Lyon í Frakklandi gera þennan leik áhugaverðan. Pressan er alltaf til staðar á Barca að vinna allt en núna þegar að Real Madrid er úr leik á að vera lag fyrir Katalónana. Þeir vinna leikinn 2-1 en þurfa að hafa rosalega fyrir því.

Ég sé jafnvel fyrir mér dramatík í lok leiksins þar sem Barcelona fær mjög ódýra vítaspyrnu sem Messi klikkar á en Suarez nær að fylgja á eftir og skora.

Bayern München 2 - 1 Liverpool
Þetta verður svakalegur leikur. Þýski kóngurinn að mæta á heimaslóðir með strákana úr Bítlaborginni. 0-0 jafntefli var að mörgu leyti fín úrslit fyrir bæði lið. Liverpool fer alltaf til þess að skora útivallarmarkið sem mun setja þá í frábæra stöðu. Byern Munchen mun fara í þennan leik einfaldlega til að vinna. Það er alls ekki óraunhæft á heimavelli en þeir unnu þar um helgina 6-0.

Semsagt opinn og skemmtilegur leikur og ég held að heimavöllurinn hafi mikið að segja. Bayern vinnur 2-1. Lewandowski og Arsenalmaðurinn Serge Gnabry skora fyrir Byern Munchen en Firmino skorar fyrir Liverpool.

Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson

Barcelona 2 - 0 Lyon
Eftir markalausan fyrri leik liðanna þá held ég að þetta sé formsatriði fyrir Barcelona að klára þetta. Ég býst við að þeir skori eitt mark í sitthvorum hálfleiknum og fara því áfram 2-0 samanlagt. Messi skorarar bæði og getur fullkomnað þrennuna undir lokin en klikkar dauðafæri.

Bayern München 1 - 1 Liverpool
Púlarar fara áfram með fleiri mörk skoruð á útivelli. Liverpool kemst yfir í leiknum um miðbik fyrri hálfleiks og þetta verður erfitt fyrri Bæjara eftir það. Þeir jafna metin snemma í seinni hálfleik en það dugar ekki til.

Staðan í heildarkeppninni:
Gústi Gylfa - 9 stig
Óli Stefán - 8 stig
Fótbolti.net - 8 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner