banner
   mið 13. mars 2019 14:50
Elvar Geir Magnússon
Elías varði markið í sigri gegn Manchester United
Elías Rafn Ólafsson í leiknum í dag.
Elías Rafn Ólafsson í leiknum í dag.
Mynd: UEFA.com
Danska liðið Midtjylland er komið áfram í 8-liða úrslit Evrópukeppni unglingaliða eftir sigur gegn Manchester United 3-1. Leikurinn fór fram í Danmörku.

Hinn 19 ára Elías Rafn Ólafsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, varði mark Midtjylland í leiknum. Elías átti stóran þátt í að Midtjylland komst í 16-liða úrslitin en hann varði tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppni gegn Roma.

Nicky Butt er þjálfari unglingaliðs United en með liðinu í dag voru James Garner, Angel Gomes og Tahith Chong sem allir hafa verið viðloðnir aðalliðið.

Gustav Isaksen, 17 ára framherji, skoraði tvö af mörkum Midtjylland í leiknum og Oliver Olsen eitt. Gomes skoraði mark United, þegar hann jafnaði í 1-1 úr vítaspyrnu.

Dinamo Zagreb vann Liverpool í keppninni í gær og verður í 8-liða úrslitum líkt og Hoffenheim, Lyon, Barcelona og Porto (sem vann Tottenham í dag). Klukkan 17 hefst viðureign Chelsea og Montpellier.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner