Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 13. mars 2019 23:07
Ívan Guðjón Baldursson
England: Rakel tapaði gegn Man City
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reading 3 - 4 Man City
1-0 B. Chaplen ('3)
1-1 N. Parris ('15)
1-2 N. Parris ('36)
1-3 N. Parris ('39)
1-4 D. Stokes ('54)
2-4 F. Williams ('61, víti)
3-4 K. Pearce ('86)

Rakel Hönnudóttir var í byrjunarliði Reading sem tók á móti toppliði Manchester City í efstu deild kvenna á Englandi í kvöld.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Rakeli og stöllur því Brook Chaplen var búin að skora eftir aðeins þrjár mínútur.

Markamaskínan Nikita Parris lét til sín taka eftir markið og var búin að jafna rúmlega tíu mínútum síðar.

Parris bætti tveimur mörkum við fyrir leikhlé og fullkomnaði þannig þrennu á tæplega 25 mínútum, staðan 1-3 í hálfleik.

City bætti fjórða markinu við eftir leikhlé en Reading náði að minnka muninn niður í 3-4 á lokakaflanum og komst nálægt því að jafna leikinn. Boltinn fór þó ekki inn og lauk afar fjörugum leik með sigri City.

Þetta var fjórði úrvalsdeildarleikur Rakelar frá komu hennar til Reading og siglir liðið lygnan sjó í neðri hluta deildarinnar, með 18 stig eftir 15 umferðir. City trónir á toppinum með fimm stiga forystu á Arsenal, sem á þrjá leiki til góða.
Athugasemdir
banner
banner