Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. mars 2019 12:00
Elvar Geir Magnússon
Guardiola í sjöunda himni: Mínir strákar óttast enga
Manchester City flaug áfram í gær.
Manchester City flaug áfram í gær.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var að sjálfsögðu hæstánægður eftir 7-0 burstið gegn Schalke í Meistaradeildinni í gær. City fór áfram í 8-liða úrslitin með samtals 10-2 sigri.

Guardiola segir að sitt lið óttist ekkert lið í Evrópu og sé tilbúið undir hvað sem upp úr pottinum kemur þegar dregið verður á föstudag.

„Við vorum hrikalega öruggir, fengum ekki á okkur færi og síðustu 15 mínúturnar í báðum hálfleikjum lékum við ótrúlega," segir Guardiola.

„Schalke er að ganga í gegnum erfiðan tíma og sjálfstraustið í liðinu er ekki nægilega gott. En þú þarft að skila þínu og það gerðum við."

„Besti árangur City í keppninni er undanúrslit, samanborið við Real Madrid sem hefur unnið keppnina þrettán sinnum."

„Ég er með unglinga sem geta barist, eru með þolinmæði og þrá. Þeir eru ekki hræddir. Við reynum, í aðeins annað sinn í sögu okkar, að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar."

„Þessi keppni er ótrúlega erfið, það eru mögnuð lið í henni svo ég er mjög ánægður með að við komumst áfram."

Dregið verður í 8-liða úrslitin klukkan 11 á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner