Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 13. mars 2019 09:30
Elvar Geir Magnússon
Langar Solskjær meira í vængmann en varnarmann?
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Daily Mail segir að forgangsatriði Ole Gunnar Solskjær í sumar verði að kaupa vængmann frekar en varnarmann til Manchester United.

Áður hefur verið sagt að United ætli að kaupa varnarmann fyrir 80 milljónir punda en í Daily Mail segir að það sé ekki efst á blaði hjá Solskjær.

Norðmaðurinn ku vilja gefa núverandi varnarmönnum liðsins áframhaldandi tækifæri til að sýna sig og sanna í ljós góðs gengis að undanförnu.

Sagt er að Solskjær leggi áherslu á að fá hægri vængmann en þar eru nöfn Douglas Costa hjá Juventus og Ivan Perisic hjá Inter nefnd.

Kalidou Koulibaly miðvörður Napoli hefur verið orðaður við United en til að fá hann þarf enska félagið að gera leikmanninn að dýrasta varnarmanni sögunnar.

Sjá einnig:
Telur að Solskjær þurfi að kaupa fimm
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner