banner
   mið 13. mars 2019 20:41
Elvar Geir Magnússon
„Neuer að kenna"
Manuel Neuer og Sadio Mane.
Manuel Neuer og Sadio Mane.
Mynd: Getty Images
Liverpool er að vinna Bayern München í Bæjaralandi, staðan í leiknum er 1-1 en útivallarmark Liverpool skoraði hinn sjóðheiti Sadio Mane á 26. mínútu.

Manuel Neuer, markvörður Bayern, fær mikla gagnrýni fyrir sinn þátt í markinu en hann gerð hrikaleg mistök. Hann fór í vont úthlaup og lét Mane fífla sig upp úr skónum.

Það verður þó ekki tekið af Mane að hann gerði hlutina frábærlega, átti góða móttöku, góðan snúning og kláraði snilldarlega.

„Hvað í ósköpunum var markvörðurinn að gera? Neuer á sökina. Bayern var með tvo leikmenn til baka til að sjá um þetta en Neuer óð út og seldi sig. Mane með gabbhreyfingu og Neuer féll í gildruna og Mane skoraði. Neuer hefur komið eigin liði í vandræði," sagði Mark Lawrenson, fyrrum varnarmaður Liverpool, á BBC. Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, er á vellinum.

Bayern jafnaði á 39. mínútu en þá skoraði Joel Matip sjálfsmark.

Þegar þetta er skrifað eru 40 mínútur liðnar af leiknum en þess má geta að Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, fór meiddur af velli snemma leiks og Fabinho kom inn.



Athugasemdir
banner
banner
banner