mið 13. mars 2019 11:30
Arnar Helgi Magnússon
Özil kom ungum strák frá Keníu á óvart
Mynd: Getty Images
Þjóðverjinn Mezut Özil er með hjarta úr gulli ef marka má nýjustu fréttir af þessum þrítuga leikmanni Arsenal.

Mynd af ungum strák í Kenía fór eins og eldur um sinu á netinu nú fyrir stuttu þar sem að hann sást á gangi í heimalandinu í gamalli Arsenal-treyju þar sem að það var búið skrifa „Özil" aftan á bolinn og númerið tíu með penna.

Eric Njiru er fréttamaður frá Kenía. Hann setti myndina á Twitter og bað fólk um að deila henni í von um það að Mezut Özil myndi sjá myndina og senda treyju til unga drengsins.

Özil sá myndina og brást fljótt við. Hann sendi drengnum, og fjölskyldu hans, áritaða treyjur, takkaskó og myndir.

Drengurinn var að vonum sáttur með gjafirnar eins og sjá má hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner