Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 13. mars 2019 21:36
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Expressen 
Segja Hammarby vera með yfirhöndina í kapphlaupinu um Viðar
Mynd: .
Sænskir miðlar segja Viðar Örn Kjartansson vera á leið til Hammarby en ekki Djurgården eins og greint var frá fyrr í vikunni.

Viðar hefur ekki verið að fá mikinn spilatíma hjá Rostov og þess vegna hefur félagið ákveðið að leyfa honum að fara út á láni.

Sex félög vilja fá Viðar á láni til sín samkvæmt Expressen en tilboðið frá Hammarby er talið vænlegast til vinnings.

Nokkur félög frá Svíþjóð hafa áhuga á honum ásamt liðum frá Bandaríkjunum og FC Astana í Kasakstan.

Viðar hefur reynslu úr sænska boltanum eftir dvöl sína hjá Malmö þar sem hann virtist vera óstöðvandi. Hann endaði sem næstmarkahæstur í sænsku deildinni þrátt fyrir að skipta yfir til Maccabi Tel Aviv á miðju tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner