Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 13. mars 2019 16:00
Elvar Geir Magnússon
Southgate: Verðum að hjálpa Pickford í gegnum lægðina
Jordan Pickford.
Jordan Pickford.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, opinberaði í dag hópinn fyrir komandi leiki, gegn Tékkum og Svartfellingum.

Jordan Pickford er í hópnum þrátt fyrir að hafa fengið mikla gagnrýni fyrir slaka frammistöðu með Everton.

Southgate telur að spilamennska hans að undanförnu gefi ekki rétta mynd af getu hans.

„Jordan hefur spilað gríðarlega vel fyrir okkur. Það er hægt að horfa til allra leikmanna í hópnum og finna stundir þar sem þeir hafa leikið vel fyrir félagslið sín og stundir þar sem þeir hafa ekki gert það," segir Southgate.

„Frammistaða Jordan fyrir England hefur verið frábær. Við verðum að hjálpa honum í gegnum það sem ég tel vera tímabundna lægð. Hann þarf að æfa og spila vel."

Sjá einnig:
Segja að Southgate eigi að henda Pickford á bekkinn

Ekki er pláss fyrir James Ward-Prowse í hópnum hjá Southgate og var hann spurður út í þennan leikmann Southampton.

„Við elskum Prowsey. Hann hefur verið heitur að undanförnu og er spyrnumaður í heimsklassa. En hann er bara nýlega kominn aftur í liðið hjá Southampton," sagði Southgate.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner