Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. mars 2020 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aubameyang: Ánægður að vera hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Gabonski framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang hefur leikið virkilega vel fyrir Arsenal frá komu sinni frá Dortmund í janúar 2018.

Þessi þrítugi framherji hefur skorað 61 mark í 96 leikjum fyrir Arsenal og þegar hann skoraði sitt fimmtugasta mark, sem kom gegn Wolves í nóvember, varð hann sá fljótasti í sögu félagsins til að skora 50 mörk.

Unai Emery ákvað að gera Aubameyang að fyrirliða eftir hegðun Granit Xhaka í upphafi tímabils. Aubameyang er enn fyrirliði eftir að Mikel Arteta tók við en frá byrjun tímabils hefur framherjinn verið orðaður í burtu frá London.

Barcelona var orðað við hann í janúar en ekkert varð úr því. Aubameyang ræddi um stöðu sína í viðtali við Arsenal Player í gær.

„Það hefur mikla þýðingu fyrir mig að spila hér. Þegar ég var yngri horfði ég á Arsenal því þeir voru með gott lið og góða leikmenn sem unnu titla. Mér líður vel hér og er glaður að vera hér, þannig er mín tilfinning."

„Ég elska stuðningsmennina og þeir studdu við bakið á mér eftir klúðrið gegn Olympiakos í stað þess að 'taka mig af lífi'."

Athugasemdir
banner
banner
banner