fös 13. mars 2020 15:15
Magnús Már Einarsson
Félög geta haldið áfram úti æfingum á Íslandi
Víðir Reynisson.
Víðir Reynisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, segir að félög geti áfram haldið úti æfingum í yngri flokkum ef þau fara eftir leiðbeiningum sem yfirvöld gáfu út í dag.

Samkomubann byrjar aðfaranótt mánudags en Víðir segir að félög geti áfram boðið upp á æfingar.

„Maður veit að það getur verið flókið fyrir félögin að halda þessu áfram. Sum félög ráða beinlínis ekki við það og verða að hætta til að brjóta ekki þessi fyrirmæli. Við höfum metið það þannig að það sé mikilvægt að börn og unglingar fái tækifæri til að hreyfa sig eins og allir," sagði Víðir við Fótbolta.net í dag.

„Ef að félög geta haldið æfingar og það gengur upp með þessum afmarkaða hætti þá er það mjög jákvætt. Mikið af félögum geta ekki stýrt þessu svona og þar af leiðandi munu menn jafnvel fella niður æfingar."

„Menn geta skipt hópunum meira upp á æfingum. Haft lengra bil á milli manna og slíkt. Það er mikilvægt að krakkarnir fái tækifæri til að hreyfa sig. Nú reynir á hversu hugmyndaríkir menn eru. Nú þurfa hugsuðir félaganna að koma með hugmyndir og tryggja öryggi krakkana á sama tíma og við höldum þeim í æfingu."

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild.
Víðir Reynis: Gætið að sóttvörnum í æfingaleikjum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner