Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. mars 2020 08:00
Magnús Már Einarsson
Fundað í Englandi klukkan 10:30 - Frestun líkleg
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar munu taka símafund klukkan 10:30 í dag þar sem rætt verður um framhald deildarinnar.

Um er að ræða neyðarfundinn sem var boðaður eftir að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi.

Síðan þá hefur Callum Hudson-Odoi, leikmaður Chelsea, einnig greinst með veiruna og því eru bæði lið Arsenal og Chelsea í sóttkví.

Líklegast þykir að keppni í ensku úrvalsdeildinni verði frestað um nokkrar vikur.

Það þykir líklegari kostur en að deildin verði einfaldlega flautuð strax af.
Athugasemdir
banner
banner
banner