Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. mars 2020 14:11
Magnús Már Einarsson
Líklega engir sigurvegarar í Lengjubikarnum í ár
Íslandsmótinu ekki frestað að sinni
Líklega verða engir sigurvegarar í Lengjubikarnum í ár.
Líklega verða engir sigurvegarar í Lengjubikarnum í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allt bendir til þess að engir sigurvegarar verði krýndir í Lengjubikar karla og kvenna í ár.

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum að öllum leikjum á vegum sambandsins sem og landsliðsæfingum og tengdum viðburðum, verði frestað næsta mánuðinn.

Samkomubann tekur gildi minðætti sunnudaginn 15. mars vegna kórónuveirunnar og því hefur KSÍ ákveðið að banna alla leiki frá og með deginum í dag.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjórí KSÍ, segir líklegt að ekki gefist tími til að klára leikina í Lengjubikarnum í ár og því verði engir sigurvegarar krýndir þar.

Keppni í Pepsi Max-deild karla á að hefjast 22. apríl og keppni í Pepsi Max-deild kvenna þann 30. apríl. Klara segir að KSÍ muni ekki fresta byrjun Íslandsmótsins að svo stöddu.

„Grundvöllurinn á þessari ákvörðun er þetta fjögurra vikna samkomubann. Hvað verður svo, verður að koma í ljós," sagð Klara.
Athugasemdir
banner
banner
banner