fös 13. mars 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Neil Lennon: Réttast að krýna Liverpool meistara
Neil Lennon, stjóri Celtic.
Neil Lennon, stjóri Celtic.
Mynd: Getty Images
Neil Lennon, knattspyrnustjóri Celtic, segir að réttast sé að enska úrvalsdeildin krýni Liverpool sem Englandsmeistara.

Að sama skapi telur hann að sínir menn í Celtic eigi að vera krýndir sem Skotlandsmeistarar.

Þetta sagði Lennon á fréttamannafundi í dag.

Keppni hefur verið frestað í skosku deildinni eins og þeirri ensku en Neil Doncaster, framkvæmdastjóri skosku deildarinnar, sagði að það væri hvorki raunhæft né mögulegt að halda keppni áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner