Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. mars 2020 14:02
Magnús Már Einarsson
Öllum leikjum KSÍ frestað
Tekur gildi í dag
Mynd: KSÍ
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum að öllum leikjum á vegum sambandsins sem og landsliðsæfingum og tengdum viðburðum, verði frestað næsta mánuðinn.

Samkomubann tekur gildi minðætti sunnudaginn 15. mars vegna kórónuveirunnar en bann KSÍ tekur gildi strax í kvöld.

Því verða engir leikir í Lengjubikarnum um helgina og óvíst er með framhaldið á honum. Mjólkurbikarinn, sem átti að hefjast 8. apríl mun ekki heldur hefjast á réttum tíma.

Stjórn KSÍ hvetur aðildarfélögin til að fara í öllu eftir tilmælum stjórnvalda varðandi útfærslu á sínu starfi, viðburðum og æfingahaldi.

Af heimasíðu KSÍ
Íslensk yfirvöld hafa ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur (samkomubann) frá og með miðnætti sunnudaginn 15. mars. Samkomubannið gildir í fjórar vikur frá þeim tímapunkti og nær yfir samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Á viðburðum þar sem færri koma saman er gert ráð fyrir því að tveir metrar séu milli fólks.

Vegna þessa ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum í dag að fresta öllum leikjum á vegum KSÍ, sem og landsliðsæfingum og tengdum viðburðum á fyrrgreindu tímabili. Ákvörðunin tekur gildi frá og með deginum í dag, 13. mars. Stjórn KSÍ hvetur aðildarfélögin til að fara í öllu eftir tilmælum stjórnvalda varðandi útfærslu á sínu starfi, viðburðum og æfingahaldi.

Ákvörðun um hvort umspilsleik A landsliðs karla um mögulegt sæti í lokakeppni EM 2020, og öðrum landsleikjum sem áætlaðir eru dagana 23.-31. mars næstkomandi, verði frestað, bíður niðurstöðu fundar UEFA sem fram fer á þriðjudag. Á fundinum verða fulltrúar allra aðildarlanda UEFA, auk fulltrúa evrópskra félagsliða og annarra hagsmunaaðila.
Athugasemdir
banner
banner
banner