Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 13. mars 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Özil þakkar heilbrigðisstarfsfólki
Mynd: Getty Images
Mesut Özil, sóknartengiliður Arsenal, birti færslu á Twitter fyrr í dag vegna kórónaveirunnar.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er með veiruna líkt og nokkrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar.

Özil nýtti sér samfélagsmiðilinn til að þakka heilbrigðisstarfsfólki fyrir starf sitt í þágu almennings.

„Fótbolti skiptir ekki máli á þessari stundu. Heilsa almennings skiptir öllu máli, við verðum að fara varlega," skrifaði Özil.

„Á meðan við göngum í gegnum þetta stóra vandamál megum við ekki gleyma að þakka læknum, hjúkrunarfræðingum og vísindamönnum um allan heim.

„Heilbrigðisstarfsfólk verður undir mikilli pressu næstu vikur og á virðingu okkar og þakklæti skilið."

Athugasemdir
banner
banner