fös 13. mars 2020 10:25
Elvar Geir Magnússon
Pearson hraunar yfir forsætisráðherra Bretlands
Pearson er reiður.
Pearson er reiður.
Mynd: Getty Images
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur legið undir mikilli gagnrýni fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Nigel Pearson, stjóri Watford, er allt annað en sáttur við leiðtoga þjóðarinnar.

Boris tilkynnti það í gær að það yrði ekki sett neitt bann á íþróttaviðburði og að spila ætti áfram í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég hlustaði á forsætisráðherra okkar í gær og tel að við séum ekki með góðan leiðtoga. Ég var hneykslaður á skorti á leiðtogahæfileikum og skýrum skilaboðum. Við erum sjálf að reyna að taka réttar ákvarðanir og vonandi mun enska úrvalsdeildin stíga fast niður og gera það sem er rétt fyrir alla," segir Pearson.

Einn leikmaður Watford bíður eftir niðurstöðu úr skoðun á því hvort hann sé með kórónaveiruna.

„Við erum að tala um íþróttir og svo heilsu fólks. Við getum ekki bara lokað augunum og vona að þetta hverfi. Fótboltaheimurinn þarf að taka ábyrgð sjálfur, okkar vegna," segir Pearson.

Enska úrvalsdeildin fundar núna klukkan 10:30 og er fastlega búist við því að deildinni verði frestað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner