lau 13. mars 2021 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
Al Arabi, Oostende og Lyngby töpuðu í gær
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn er Al Arabi tapaði fyrir Al Rayyan í efstu deild Katar í gær.

Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar voru betri í leiknum en þeim tókst ekki að skora. Tvenna frá Yohan Boli, landsliðsmanni Fílabeinsstrandarinnar, nægði til að gera út af við Al Arabi.

Al Arabi er um miðja deild, með 26 stig eftir 19 umferðir. Al Rayyan er í þriðja sæti með 34 stig.

Al Rayyan 2 - 0 Al Arabi
1-0 Yohan Boli ('15)
2-0 Yohan Boli ('84)

Frederik Schram var þá ónotaður varamaður er Lyngby steinlá gegn Nordsjælland í efstu deild danska boltans.

Frederik er varamarkvörður hjá Lyngby en spurning hvort hann fái tækifæri eftir tapið í gær.

Hinn 37 ára gamli Thomas Mikkelsen er aðalmarkvörður Lyngby og átti ekki sérlega góðan leik gegn Nordsjælland, þar sem gestirnir skoruðu þrjú mörk úr fjórum marktilraunum sem hæfðu rammann.

Tapið er mikill skellur fyrir Lyngby sem hafði unnið þrjá leiki í röð eftir látlaus töp fyrri hluta tímabilsins. Lyngby er búið að vinna 4 af 21 deildarleikjum tímabilsins.

Ari Freyr Skúlason og félagar í Oostende töpuðu að lokum æfingaleik á heimavelli gegn Kortrijk í gær.

Lyngby 0 - 3 Nordsjælland
0-1 I. Sadiq ('4)
0-1 V. Torp, misnotað víti ('45)
0-2 I. Atanga ('88)
0-3 A. Schjelderup ('94)
Rautt spjald: P. Gregor, Lyngby ('83)

Oostende 1 - 2 Kortrijk
1-0 Ndicka Matam ('41)
1-1 T. Sainsbury ('64)
1-2 T. Chevalier ('68)
Athugasemdir
banner
banner
banner