Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. mars 2021 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Axel Óskar með glæsimark í góðum sigri - Óvænt tap hjá CSKA
Axel Óskar ásamt yngri bróður sínum Jökli þegar þeir voru báðir á mála hjá Reading.
Axel Óskar ásamt yngri bróður sínum Jökli þegar þeir voru báðir á mála hjá Reading.
Mynd: Reading
Mynd: Heimasíða CSKA
Axel Óskar Andrésson hefur farið gríðarlega vel af stað með Riga FC, besta félagsliði Lettlands undanfarin ár.

Axel Óskar er varnarmaður að upplagi en tókst að skora í sínum fyrsta keppnisleik. Hann gerði glæsimark með þrumuskoti utan teigs sem fór í slána og inn.

Axel Óskar skoraði einnig í æfingaleik á dögunum en leikurinn í dag var í fyrstu umferð lettnesku deildarinnar. Riga hefur unnið deildina undanfarin þrjú ár.

Ventspils 0 - 3 Riga FC
0-1 Axel Óskar Andrésson ('16)
0-2 S. Milosevic ('58)
0-3 E. Babayan ('87)

Hörður Björgvin Magnússon lék þá allan leikinn er CSKA Moskva tapaði óvænt útileik gegn Arsenal Tula.

CSKA gat endurheimt toppsæti rússnesku deildarinnar með sigri í dag en það hafðist ekki þar sem heimamenn skoruðu tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks.

Arnór Sigurðsson kom inn á 61. mínútu og hálftíma síðar tókst CSKA að minnka muninn.

Tveir leikmenn Arsenal voru sendir í sturtu í uppbótartíma en gestunum frá Moskvu tókst ekki að jafna þrátt fyrir að vera tveimur fleiri lokamínúturnar.

CSKA er í öðru sæti, tveimur stigum eftir toppliði Zenit. Arsenal er í fallbaráttunni og var að vinna sinn fjórða sigur á deildartímabilinu, eftir 22 umferðir.

Arsenal Tula 2 - 1 CSKA Moskva
1-0 V. Panteleev ('42, víti)
2-0 A. Lomovitskiy ('45)
2-1 N. Tiknizyan ('90)
Rautt spjald: V. Gromyko, Arsenal ('91)
Rautt spjald: A. Dovbnya, Arsenal ('94)
Athugasemdir
banner
banner