Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. mars 2021 17:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Hart barist um annað sætið - Jón spilaði í sigri á Rooney
Watford og Swansea eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar.
Watford og Swansea eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar.
Mynd: Getty Images
Jón Daði kom við sögu í sigri á lærisveinum Wayne Rooney.
Jón Daði kom við sögu í sigri á lærisveinum Wayne Rooney.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bontlið Wycombe vann sigur.
Bontlið Wycombe vann sigur.
Mynd: Getty Images
Watford skellti sér upp fyrir Brentford í öðru sæti Championship-deildarinnar, næst efstu deildar Englands, með sigri á Cardiff á útivelli í dag.

Cardiff hefur verið á virkilega flottu skriði frá því að Mick McCarthy tók við liðinu í janúar. Liðið hafði ekki tapað leik frá því hann tók við en fyrsta tapið kom í dag gegn Watford. Adam Masina skoraði sigurmark Watford í uppbótartíma.

Norwich er á toppnum með 76 stig eftir 35 leiki en Watford er í öðru sæti með 69 stig eftir 36 leiki. Cardiff situr í áttunda sæti, sjö stigum frá umspilssæti.

Swansea er í þriðja sæti með jafnmörg stig og Watford eftir útisigur gegn Luton í dag. Swansea á hins vegar leik til góða og baráttan um annað sætið er mjög hörð. Brentford á leik á morgun og er þremur stigum frá Watford fyrir þann leik sem er gegn Sheffield Wednesday, sem er í fallsæti.

Jón Daði Böðvarsson kom inn á undir lokin í útisigri Millwall gegn lærisveinum Wayne Rooney í Derby County. Millwall vann leikinn 0-1 og situr í tíunda sæti. Derby er í 19. sæti, sjö stigum frá fallsvæðinu.

Swansea, Brentford, Reading og Barnsley eru í umspilssæti eins og er, en á hinum enda töflunnar eru Wycombe, Sheffield Wednesday og Rotherham í fallsæti. Hér að neðan má sjá úrslit dagsins og þar fyrir neðan má sjá stöðutöfluna í deildinni.

Bournemouth 2 - 3 Barnsley
0-1 Michal Helik ('16 )
1-1 Arnaut Danjuma ('22 )
2-1 Dominic Solanke ('45 )
2-2 Dominik Frieser ('60 )
2-3 Carlton Morris ('80 )

Birmingham 0 - 3 Bristol City
0-1 Kasey Palmer ('35 )
0-2 Antoine Semenyo ('62 )
0-3 Callum O'Dowda ('76 )

Cardiff City 1 - 2 Watford
1-0 Francisco Sierralta ('14 , sjálfsmark)
1-1 Nathaniel Chalobah ('15 )
1-2 Adam Masina ('90 )

Derby County 0 - 1 Millwall
0-1 Shaun Hutchinson ('45 )

Luton 0 - 1 Swansea
0-1 Conor Hourihane ('3 )

Middlesbrough 3 - 0 Stoke City
1-0 Grant Hall ('21 )
2-0 Paddy McNair ('40 )
3-0 Nathaniel Mendez Laing ('88 )

Nott. Forest 1 - 1 Reading
1-0 Tom Holmes ('49 , sjálfsmark)
1-1 Yakou Meite ('81 )

QPR 0 - 1 Huddersfield
0-1 Juninho Bacuna ('55 )

Wycombe Wanderers 1 - 0 Preston NE
1-0 Ryan Tafazolli ('27 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Ipswich Town 43 26 11 6 85 53 +32 89
2 Leicester 42 28 4 10 79 38 +41 88
3 Leeds 43 26 9 8 76 34 +42 87
4 Southampton 42 25 9 8 84 54 +30 84
5 West Brom 43 20 12 11 66 42 +24 72
6 Norwich 43 21 8 14 76 60 +16 71
7 Hull City 42 18 11 13 62 54 +8 65
8 Coventry 42 17 12 13 66 52 +14 63
9 Middlesbrough 43 18 9 16 61 56 +5 63
10 Preston NE 43 18 9 16 56 60 -4 63
11 Cardiff City 43 18 5 20 48 60 -12 59
12 Bristol City 43 16 10 17 50 46 +4 58
13 Sunderland 43 16 8 19 52 50 +2 56
14 Swansea 43 14 11 18 53 62 -9 53
15 Watford 43 12 16 15 59 58 +1 52
16 Millwall 43 13 11 19 42 55 -13 50
17 Blackburn 43 13 10 20 57 71 -14 49
18 Plymouth 43 12 12 19 58 66 -8 48
19 QPR 43 12 11 20 40 57 -17 47
20 Stoke City 43 12 11 20 41 60 -19 47
21 Birmingham 43 12 9 22 48 64 -16 45
22 Huddersfield 43 9 17 17 47 70 -23 44
23 Sheff Wed 43 12 8 23 36 67 -31 44
24 Rotherham 43 4 11 28 32 85 -53 23
Athugasemdir
banner
banner