Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. mars 2021 14:04
Ívan Guðjón Baldursson
Darmstadt skoraði fjögur - Esbjerg tapaði toppslagnum
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn er Darmstadt rúllaði yfir Aue í B-deild þýska boltans.

Serdar Dursun er langbesti leikmaður Darmstadt og skoraði hann þrennu í leiknum, Tim Skarke átti tvær stoðsendingar.

Gestirnir frá Aue-Bad sýndu lit í leiknum en misstu mann af velli með rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks. Tíu leikmenn Aue gátu ekki gert mikið og urðu lokatölurnar 4-1.

Þetta er annar sigur Darmstadt í röð og er liðið komið úr fallhættu. Darmstadt er með 31 stig eftir 25 umferðir.

Darmstadt 4 - 1 Aue
1-0 Serdar Dursun ('4)
2-0 Serdar Dursun ('27)
3-0 Serdar Dursun ('67)
3-1 D. Nazarov ('79, víti)
4-1 M. Honsak ('90)
Rautt spjald: L. Samson, Aue ('59)

Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar í Esbjerg töpuðu þá mikilvægum toppslag gegn Viborg í dönsku B-deildinni.

Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Esbjerg og kom Andri Rúnar Bjarnason inn af bekknum.

Esbjerg tókst ekki að skora og tapaðist leikurinn 2-0. Esbjerg hefur verið hikstandi að undanförnu og er liðið í þriðja sæti eftir tapið, átta stigum eftir Viborg.

Viborg 2 - 0 Esbjerg
1-0 J. Grönning ('49)
2-0 M. Lauritsen ('60)
Athugasemdir
banner
banner