Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 13. mars 2021 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Burnley hafði betur í Íslendingaslagnum
Jóhann Berg í leiknum.
Jóhann Berg í leiknum.
Mynd: Getty Images
Gylfi spilaði ekki í dag.
Gylfi spilaði ekki í dag.
Mynd: Getty Images
Everton 1 - 2 Burnley
0-1 Chris Wood ('13 )
0-2 Dwight McNeil ('25 )
1-2 Dominic Calvert-Lewin ('32 )

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley báru sigur úr býtum gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton í Íslendingaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Jóhann Berg byrjaði leikinn fyrir Burnley en Gylfi byrjaði á bekknum þar sem hann var tæpur vegna meiðsla.

Burnley var mikið með boltann en það er ekki þeirra þeirra styrkleiki að vera með boltann. Þeirra styrkleiki er að verjast þétt, berjast og sækja þegar tækifæri gefst. Þrátt fyrir að vera ekki mikið með boltann þá voru Burnley sterkari og áræðnari til að byrja með. Þeir tóku forystuna í leiknum á 13. mínútu þegar Chris Wood skoraði eftir sendingu frá Dwight McNeil.

McNeil var svo sjálfur á ferðinni rúmum tíu mínútum síðar þegar hann fór illa með Allan og átti síðan skot upp í samskeytin. Algjörlega frábært mark.

Jóhann Berg komst nálægt því að skora þriðja mark Burnley í næstu sókn en boltinn hafnaði í stönginni.

Dominic Calvert-Lewin minnkaði muninn fyrir Everton á 32. mínútu eftir góða sendingu frá Tom Davies.

Þetta var mjög fjörugur fyrri hálfleikur og staðan að honum loknum var 1-2 fyrir Burnley. Þeir gerðu bara það sem þeir gera best í seinni hálfleiknum, þeir vörðust og héldu forskotinu. Jóhann Berg fór af velli á 66. mínútu en Gylfi kom ekkert við sögu í dag. Það er vonandi að hann verði alveg klár í slaginn fyrir landsleikina síðar í þessum mánuði.

Burnley náði að landa sigrinum, frábær sigur þeirra en áfram er Everton ekki að finna taktinn á heimavelli. Everton hefur tapað þremur af síðustu fjórum heimaleikjum sínum. Burnley er komið núna sjö stigum frá fallsvæðinu á meðan Everton er í sjötta sæti með 46 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner