Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. mars 2021 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man City kláraði Fulham á 15 mínútna kafla
Aguero skoraði sitt fyrsta deildarmark í 418 daga.
Aguero skoraði sitt fyrsta deildarmark í 418 daga.
Mynd: Getty Images
Fulham 0 - 3 Manchester City
0-1 John Stones ('47 )
0-2 Gabriel Jesus ('56 )
0-3 Sergio Aguero ('60 , víti)

Manchester City hefur svarað tapinu gegn Manchester United gríðarlega vel. Þeir töpuðu fyrir United um síðustu helgi en unnu 5-2 sigur á Southampton í miðri viku og gerðu svo góða ferð til London í dag.

Man City heimsótti Fulham sem hefur verið að spila vel þrátt fyrir að vera í fallsæti.

City stjórnaði ferðinni eins og fólk gerði ráð fyrir en Fulham varðist vel. Staðan var markalaus í hálfleik en stig hefði komið Fulham úr fallsæti.

Í seinni hálfleiknum komu mörkin. John Stones, sem hefur átt stórkostlegt tímabil, skoraði eftir aukaspyrnu Bernardo Silva og tæpum tíu mínútum síðar skoraði Gabriel Jesus eftir að vörn Fulham bakaði eintóm vandræði.

Sergio Aguero skoraði svo úr vítaspyrnu á 60. mínútu og staðan orðin 3-0. Þetta var hans fyrsta deildarmark í 418 daga en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla og svo hefur hann líka þurft að jafna sig af Covid.

Á 15 mínútna kafla gekk Man City frá leiknum og þeir eru núna með 17 stiga forskot á toppnum. Man Utd á tvo leiki til góða en það verður afskaplega erfitt fyrir Rauðu djöflana að pressa eitthvað á City. Fulham er áfram í fallsæti, með jafnmörg stig og Brighton sem er í 17. sæti. Brighton á þó tvo leiki til góða á Fulham.

Önnur úrslit í dag:
England: Markalaust hjá Leeds og Chelsea
England: Vítaspyrna Milivojevic réði úrslitum
England: Burnley hafði betur í Íslendingaslagnum
Athugasemdir
banner
banner
banner