Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 13. mars 2021 13:20
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrrum sóknarmaður Everton á leið í bann vegna fíkniefnaneyslu
Gueye í leik með Everton. Þarna er hann í baráttunni við George Elokobi.
Gueye í leik með Everton. Þarna er hann í baráttunni við George Elokobi.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Magaye Gueye er á leið í bann frá knattspyrnu eftir að hann féll á lyfjaprófi. Hann hafði tekið inn kókaín á dögunum fyrir nágrannaslag í rúmensku höfuðborginni.

Gueye er þrítugur sóknarmaður sem spilar fyrir Dinamo Bucharest. Hann féll á lyfjaprófi eftir bikarleik gegn nágrönnunum Steaua Bucharest. Dinamo vann leikinn 1-0.

Knattspyrnuunnendur gætu kannast við Gueye frá tíma hans í enska boltanum en hann var á mála hjá Everton í fjögur ár áður en hann var fenginn til Millwall. Hann dvaldi á Englandi í fimm ár áður en hann hélt í tyrkneska boltann.

Gueye lék 29 leiki fyrir yngri landslið Frakklands en tók aldrei stökkið í A-landsliðið.

Sóknarmaðurinn á yfir höfði sér langt bann frá knattspyrnu en ekki er tekið fram hvort sigurinn verði dæmdur af Dinamo.
Athugasemdir
banner
banner