Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. mars 2021 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrsti Grænlendingurinn til að koma við sögu í Meistaradeildinni
Asii Berthelsen er í grænu treyjunni.
Asii Berthelsen er í grænu treyjunni.
Mynd: Getty Images
Asii Kleist Berthelsen varð á miðvikudaginn fyrsti Grænlendingurinn til að taka þátt í Meistaradeild Evrópu.

Hin 17 ára gamla Berthelsen kom inná í tapi Fortuna Hjörring gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fortuna Hjörring átti aldrei möguleika gegn besta liði spænsku deildarinnar sem vann 4-0 á Spáni og 5-0 í Danmörku. Það var í seinni leiknum í Danmörku sem Berthelsen fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn.

Berthelsen kemur frá höfuðborg Grænlands, Nuuk, og stefnir á atvinnumannaferil nær meginlandi Evrópu.

Þess má geta að Jesper Grönkjær fæddist í Grænlandi en hann er talinn danskur þar sem hann á danska foreldra og ólst upp í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner