lau 13. mars 2021 15:22
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Birkir spilaði í sigri - Jafnt hjá Bjarka Steini
Mynd: Getty Images
Mynd: Venezia
Birkir Bjarnason lék allan leikinn er Brescia lagði Frosinone að velli í ítölsku B-deildinni.

Leikurinn var mjög jafn og réðust úrslitin ekki fyrr en í uppbótartíma þegar Emanuele Ndoj gerði sigurmark Brescia.

Þetta var þriðji sigur Brescia í röð og er liðið sex stigum frá umspilssæti.

Hólmbert Aron Friðjónsson var ónotaður varamaður í sigrinum.

Frosinone 0 - 1 Brescia
0-1 Emanuele Ndoj ('93)

Bjarki Steinn Bjarkason spilaði þá síðustu mínúturnar er Venezia gerði jafntefli við Ascoli.

Gestirnir frá Feneyjum tóku forystuna í upphafi síðari hálfleiks og misstu heimamenn í Ascoli mann af velli með rautt spjald skömmu síðar.

Bjarki Steinn kom inn undir lokin í stöðunni 0-1 en tíu leikmenn Ascoli náðu að jafna.

Úrslitin eru skellur fyrir Venezia sem er í harðri átta liða toppbaráttu þar sem aðeins átta stig skilja efstu átta lið deildarinnar að. Ascoli er aftur á móti í fallsæti.

Ascoli 1 - 1 Venezia
0-1 A. Fiordilino ('48)
1-1 R. Bajic ('87)
Rautt spjald: R. Bosco, Ascoli ('59)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner