Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 13. mars 2021 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Sassuolo að gera mjög flotta hluti - Pandev skorar enn
Sassuolo hafði betur gegn Hellas Verona.
Sassuolo hafði betur gegn Hellas Verona.
Mynd: Getty Images
Hinn 37 ára gamli Goran Pandev var á skotskónum í kvöld.
Hinn 37 ára gamli Goran Pandev var á skotskónum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Þá er búið að flauta til leiksloka í öllum leikjum dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Sassuolo er að koma vel á óvart og er liðið núna í áttunda sæti eftir heimasigur gegn Hellas Verona í hörkuleik, lokatölur 3-2. Verona er í níunda sæti og er einnig að gera góða hluti í Serie A.

Dusan Vlahovic var í stuði fyrir Fiorentina í 1-4 útisigri gegn Benevento. Hann skoraði þrennu fyrir Fiorentina, sem er í 12. sæti. Benevento er í 16. sæti.

Þá gerðu Genoa og Udinese jafntefli. Goran Pandev er enn að skora mörk 37 ára gamall. Hann kom Genoa yfir gegn Udinese en Rodrigo De Paul jafnaði af vítapunktinum. Udinese er í 11. sæti og Genoa í 14. sæti.

Benevento 1 - 4 Fiorentina
0-1 Dusan Vlahovic ('8 )
0-2 Dusan Vlahovic ('26 )
0-3 Dusan Vlahovic ('45 )
1-3 Artur Ionita ('56 )
1-4 Valentin Eysseric ('75 )

Genoa 1 - 1 Udinese
1-0 Goran Pandev ('8 )
1-1 Rodrigo De Paul ('30 , víti)

Sassuolo 3 - 2 Verona
1-0 Manuel Locatelli ('4 )
1-1 Darko Lazovic ('43 )
2-1 Filip Djuricic ('51 )
2-2 Federico Dimarco ('79 )
3-2 Hamed Traore ('81 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner