Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. mars 2021 23:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Jana Sól: Held ég bíði eftir að Hudson-Odoi sendi skilaboð á mig
Mér fannst geggjað að Valur hafði áhuga
Mér fannst geggjað að Valur hafði áhuga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
...þar sem ég er spörkuð niður og af einhverjum ástæðum hefur þetta alltaf bitnað á sama ökklanum
...þar sem ég er spörkuð niður og af einhverjum ástæðum hefur þetta alltaf bitnað á sama ökklanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Mér finnst ég samt hafa skilað mínu þegar ég var heil
Mér finnst ég samt hafa skilað mínu þegar ég var heil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili í nýrri treyju
Ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili í nýrri treyju
Mynd: Valur
Callum Hudson-Odoi, leikmaður Chelsea.
Callum Hudson-Odoi, leikmaður Chelsea.
Mynd: Getty Images
„Ég bæði sleit liðband í ökklanum og tognaði svo tvisvar í honum síðasta sumar eftir tæklingar. Núna er ég í smá veseni með mjöðmina þar sem vinstri mjaðmarspaðinn er skakkur, en ég er öll að koma til."

Jana Sól Valdimarsdóttir gekk í janúar í raðir Vals frá uppeldisfélagi sínu Stjörnunni. Jana er fædd árið 2003 og er unglingalandsliðskona, hefur leikið alls níu leiki fyrir U16 og U17 landsliðin.

Hún lék sína fyrstu leiki sumarið 2018 og frá fyrsta leik hefur hún bætt við 22 leikjum og fjórum mörkum. Hún hefur mikið verið frá vegna meiðsla og glímir þessa stundina við meiðsli á mjöðm. Fótbolti.net heyrði í Jönu og spurði hana út í félagsskiptin ásamt fleiru.

Hvernig er að vera komin í Val?

„Það er bara frábært, skemmtilegar stelpur, góðir þjálfarar og aðstaðan og öll umgjörð mjög góð," sagði Jana.

Var langur aðdragandi að þessum skiptum?

„Nei, ekkert þannig. Valur heyrði í mér fyrir nokkru til að athuga áhuga minn, en ég var ekki viss hvað væri best fyrir mig út af meiðslunum. Svo heyrðu þeir í mér aftur og ég ákvað þá að fara í Val."

Hvað hugsaðir þú þegar fyrst kom upp áhugi hjá Val að fá þig til félagsins? Þurftir þú að hugsa þig lengi um hvort þú myndir skipta?

„Mér fannst geggjað að Valur hafði áhuga, en eins og ég sagði áðan þá var ég smá óviss út af meiðslunum."

Var erfitt að yfirgefa Stjörnuna?

„Já, mjög erfitt að fara frá uppeldisfélaginu, þar sem ég er vön að vera og erfitt að kveðja allar vinkonurnar. En mig langaði að breyta til og fá nýja áskorun."

Voru fleiri félög sem komu til greina? Hvernig líst þér á komandi tímabil?

„Já, það voru fleiri félög sem heyrðu í mér, en þetta var alltaf bara á milli Vals eða Stjörnunnar. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili í nýrri treyju."

Hver eru þín persónuleg markmið varðandi spilatíma?

„Ég er búin að vera nokkuð óheppin með meiðsli síðustu tvö ár og misst mikið úr. Ég er enn meidd en það styttist í mig. Svo markmiðið er fyrst og fremst að ná mér af meiðslunum, en auðvitað er ég komin í Val til að berjast um sæti í byrjunarliðinu."

Ertu sátt með þann árangur sem þú hefur náð með Stjörnunni síðustu tvö ár?

„Það er erfitt að meta það. Ég hef misst mikið úr vegna meiðsla sem er mjög svekkjandi, en mér finnst ég samt hafa skilað mínu þegar ég var heil."

Þú sagðir í 'hinni hliðinni' að öll meiðslin væru mestu vonbrigðin til þessa. Hvað er það sem þú hefur verið að glíma við til þessa á ferlinum?

„Ég hef verið að meiðast í leikjum þar sem ég er spörkuð niður og af einhverjum ástæðum hefur þetta alltaf bitnað á sama ökklanum. Ég bæði sleit liðband í ökklanum og tognaði svo tvisvar í honum síðasta sumar eftir tæklingar. Núna er ég í smá veseni með mjöðmina þar sem vinstri mjaðmarspaðinn er skakkur, en ég er öll að koma til."

Þú skoraðir sigurmarkið þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari í 2. flokki í fyrra eftir sigur á FH í úrslitaleik. Hvernig var að spila þann leik? Hvernig var að klára þann titil?

„Það er alltaf gaman að vinna og skora mörk. Það var frábært að fá tækifæri til að spila þennan leik og vinna titilinn í geggjuðum hóp með frábæran þjálfara. Stelpurnar voru búnar að standa sig mjög vel allt sumarið og við áttum sannarlega skilið að vinna."

Hin hliðin:
Jana Sól Valdimarsdóttir

Endum þetta á þremur spurningum úr hinni hliðinni'. Fyrsta spurningin er út í Örnu Eiríksdóttur sem sagði eftirfarandi um Jönu, aðspurð út í samherja sem hafi komið sér mest á óvart:

„Jana Sól Valdimarsdóttir. Bjóst við snobbaðri pabbastelpu en svo er hún bara alveg eðal eintak."

Muntu ræða þetta eitthvað við Örnu núna eftir að þú ert komin í Val?

„Haha, nei alls ekki. Ég og Arna erum mjög góðar vinkonur og var hún bara að böggast aðeins í mér."

Af hverju hataru FH?

„Það var alltaf mikil keppni á milli Stjörnunnar og FH í yngri flokkunum, þetta er alls ekkert hatur samt."

Jana sagði þá -„Myndi spyrja Hudson-Odoi hvort hann kæmi ekki með mér út að borða"- í liðnum þar sem hægt var spyrja hvern sem er einnar spurningar.

Ertu búin að senda Callum Hudson-Odoi skilaboð á Insta?

„Held ég bíði nú bara eftir því að hann sendi á mig," sagði Jana að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner