Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 13. mars 2021 16:22
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Álftanes skoraði tíu mörk á hálftíma
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Álftanes 11 - 1 Álafoss
1-0 Magnús Ársælsson ('10)
1-1 Aron Elfar Jónsson ('39)
2-1 Jón Helgi Pálmason ('60)
3-1 Jón Helgi Pálmason ('65)
4-1 Finn Axel Hansen ('66)
5-1 Finn Axel Hansen ('70)
6-1 Hinrik Þráinn Örnólfsson ('71)
7-1 Hreiðar Ingi Ársælsson ('73)
8-1 Finn Axel Hansen ('77)
9-1 Hinrik Þráinn Örnólfsson ('83)
10-1 Hilmar Rafn Emilsson ('86)
11-1 Anton Ingi Sigurðarson ('90)

Álftanes tók á móti Álafossi í C-deild Lengjubikarsins á Bessastaðavelli í dag og úr varð mikil markasúpa.

Staðan var 1-1 í leikhlé og hélst hún jöfn allt þar til á 60. mínútu þegar flóðgáttirnar heldur betur opnuðust.

Heimamenn í liði Álftaness gerðu sér lítið fyrir og skoruðu tíu mörk á síðasta hálftímanum. Þeir uppskáru þannig 11-1 sigur.

Finn Axel Hansen setti þrennu á meðan Jón Helgi Pálmason og Hinrik Þráinn Örnólfsson gerðu tvennu hvor.

Álftanes er með þrjú stig eftir tap í fyrstu umferð. Álafoss er án stiga eftir tvær umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner