Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. mars 2021 17:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Gary Martin skoraði tvennu í sigri ÍBV
Gary Martin skoraði tvennu.
Gary Martin skoraði tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 1 - 3 ÍBV
0-1 Sjálfsmark ('16)
0-2 Gary Martin ('34)
0-3 Gary Martin ('41)
1-3 Andri Freyr Jónasson ('47)

ÍBV fór með sigur af hólmi gegn Fjölni þegar liðin áttust við í A-deild Lengjubikarsins í dag.

Leikið var í Egilshöll en Eyjamenn voru mjög öflugir í fyrri hálfleiknum. Þeir komust yfir með sjálfsmarki á 16. mínútu og Gary Martin tvöfaldaði forystuna með langskoti á 34. mínútu. Martin skoraði sitt annað mark áður en flautað var til hálfleiks og var staðan 0-3 í hálfleik.

Andri Freyr Jónasson minnkaði muninn fyrir Fjölni strax í byrjun seinni hálfleiks en lengra komust Fjölnismenn ekki.

Lokatölur 1-3 fyrir ÍBV og þeirra fyrsti sigur í Lengjubikarnum staðreynd. Jafnframt eru þetta fyrstu stig liðsins í mótinu í fjórða leiknum. ÍBV á einn leik eftir gegn Þrótti en Fjölnir hefur lokið leik og endar með þrjú stig. Breiðablik er búið að vinna þennan riðil og mun spila í 8-liða úrslitum, rétt eins og Fylkir sem hafnar í öðru sæti í þessum riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner