Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. mars 2021 13:55
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Keflavík skellti ÍA - HK rúllaði yfir Víking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í A-deild Lengjubikarsins þar sem Keflavík skellti ÍA á meðan HK rúllaði yfir Víking Ólafsvík.

Keflavík og ÍA mættust í úrslitaleik um 2. sæti síns riðils og var staðan markalaus í leikhlé.

Heimamenn í Keflavík skiptu um gír í síðari hálfleik og komust í þriggja marka forystu áður en Ísak Snær Þorvaldsson minnkaði muninn fyrir Skagamenn á 75. mínútu. Rúnar Þór Sigurgeirsson skoraði tvö marka Keflvíkinga.

Fjórða mark Keflvíkinga gerði Ástbjörn Þórðarson undir lokin og urðu lokatölur 4-1. Keflavík endar í öðru sæti með 10 stig eftir 5 umferðir, tveimur stigum eftir Stjörnunni. Stjarnan og Keflavík fara því í átta liða úrslitin

Það vantar upplýsingar úr leik HK og Víkings Ó, en ljóst er að heimamenn í Kópavogi voru komnir í 5-0 eftir rétt rúma klukkustund af leiknum.

HK endar því riðlakeppnina með 10 stig og situr í öðru sæti sem stendur. HK-ingar eru þó ekki komnir í úrslitakeppnina, heldur þurfa þeir að treysta á sigur Grindavíkur gegn KA til að komast áfram.

Keflavík 4 - 1 ÍA
1-0 Rúnar Þór Sigurgeirsson ('53)
2-0 Davíð Snær Jóhannsson ('54)
3-0 Rúnar Þór Sigurgeirsson ('76)
3-1 Ísak Snær Þorvaldsson ('78)
4-1 Ástbjörn Þórðarson ('86)

HK 6 - 0 Víkingur Ó.
1-0
2-0
3-0
4-0
5-0
6-0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner