Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. mars 2021 16:10
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Selfoss lagði Stjörnuna - Valur skoraði þrjú
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Valur lagði Aftureldingu að velli er liðin mættust í Lengjubikarnum í dag á meðan Selfoss hafði óvænt betur gegn Stjörnunni.

Kristinn Freyr Sigurðsson gerði eina mark fyrri hálfleiksins á Hlíðarenda og tvöfaldaði Sigurður Egill Lárusson forystuna eftir leikhlé.

Patrick Pedersen innsiglaði sigurinn með þriðja marki Vals undir lokin og ljúka Valsmenn riðlakeppninni í efsta sæti síns riðils með 13 stig úr 5 leikjum. Afturelding endar með 3 stig.

Valur 3 - 0 Afturelding
1-0 Kristinn Freyr Sigurðsson ('14)
2-0 Sigurður Egill Lárusson ('59)
3-0 Patrick Pedersen ('87)

Það vantar upplýsingar um markaskorara frá Selfossi en ljóst er að Selfyssingar unnu frækinn sigur á Garðbæingum.

Heimamenn leiddu 2-0 í hálfleik og minnkuðu gestirnir muninn í síðari hálfleik. Jöfnunarmarkið leit þó aldrei dagsins ljós og spiluðu Selfyssingar manni færri síðustu mínútur leiksins.

Stjarnan var búin að vinna riðilinn, enda með fullt hús stiga fyrir leik dagsins. Þetta var annar sigur Selfoss og enda Sunnlendingar í fjórða sæti með 6 stig.

Selfoss 2 - 1 Stjarnan
1-0 ('23)
2-0 ('37)
2-1 ('77)
Rautt spjald: Selfoss ('91)
Athugasemdir
banner
banner
banner