Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. mars 2021 18:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Þróttur V. lagði Ægi að velli
Viktor Smári gerði tvennu fyrir Þrótt.
Viktor Smári gerði tvennu fyrir Þrótt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ægir 1 - 4 Þróttur V.
0-1 Viktor Smári Segatta
0-2 Viktor Smári Segatta
0-3 Andri Már Hermannsson
1-3 Arilíus Óskarsson
1-4 Sigurður Gísli Snorrason

Þróttur Vogum hafði betur gegn Ægi þegar liðin áttust við í B-deild Lengjubikarsins í dag.

Leikið var á Leiknissvæðinu í Breiðholti en það voru Þróttar sem byrjuðu leikinn betur.

Viktor Smári Segatta skoraði tvennu í fyrri hálfleiknum og Andri Már Hermannsson gerði þriðja markið áður en flautað var til hálfleiks. Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir lærisveina Hermanns Hreiðarssonar í Þrótti.

Ægir, sem er úr Þorlákshöfn, minnkaði muninn þegar Arilíus Óskarsson skoraði en Sigurður Gísli Snorrason gerði svo út um leikinn fyrir Þrótt með marki beint úr aukaspyrnu.

Lokatölur 1-4 en Þróttur er í öðru sæti riðilsins með sex stig eftir tvo leiki og markatöluna 9:2. Ægir er á botninum án stiga eftir þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner