Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. mars 2021 16:43
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Tvenna frá Nikulási ekki nóg - KV vann
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Njarðvík er áfram með fullt hús stiga í B-deild Lengjubikarsins eftir sigur á útivelli gegn Elliða í skrautlegum leik.

Njarðvíkingar þurftu að taka forystuna þrisvar sinnum til að vinna leikinn. Fyrst skoraði Hlynur Magnússon og svo Stefán Birgir Jóhannesson en í bæði skiptin jafnaði Nikulás Ingi Björnsson fyrir heimamenn í Árbæ.

Það var Kenneth Hogg sem náði að gera sigurmarkið á 87. mínútu og þar við sat. Njarðvík er með níu stig eftir þrjár umferðir á meðan Elliði er aðeins með þrjú stig.

Elliði 2 - 3 Njarðvík
0-1 Hlynur Magnússon ('15)
1-1 Nikulás Ingi Björnsson ('45)
1-2 Stefán Birgir Jóhannesson ('74)
2-2 Nikulás Ingi Björnsson ('80)
2-3 Kenneth Hogg ('87)

Magnús Snær Dagbjartsson gerði þá eina mark leiksins er KV hafði betur gegn KFS í sama riðli.

Magnús Snær skoraði á 72. mínútu og tryggði KV mikilvæg stig. Vesturbæingar eru í öðru sæti með sex stig eftir þrjár umferðir á meðan KFS er án stiga.

KV 1 - 0 KFS
Magnús Snær Dagbjartsson ('72)
Athugasemdir
banner
banner
banner