Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 13. mars 2021 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Mun norska knattspyrnusambandið sniðganga HM í Katar?
Terje Svendsen, forseti norska knattspyrnusambandsins
Terje Svendsen, forseti norska knattspyrnusambandsins
Mynd: Getty Images
Norska knattspyrnusambandið mun funda þann 20, júní næstkomandi en þar verður ákveðið hvort það eigi að sniðganga HM í Katar sem fer fram árið 2022.

6500 erlendir verkamenn hafa dáið við að byggja leikvanga fyrir heimsmeistaramótið í Katar og hafa norsk félög verið hávær varðandi þetta mikilvæga málefni.

Margir leikmenn í norska landsliðinu hafa einnig lýst yfir áhyggjum yfir stöðu verkamanna og gætu einstaklingar ákveðið að spila ekki með norska landsliðinu á mótinu.

Terje Svendsen, forseti norska knattspyrnusambandsins, hefur nú staðfest að sambandið mun funda þann 20. júní og ræða þann möguleika á að sniðganga mótið en sérstök nefnd verður skipuð fyrir þann fund en þetta kemur fram í VG.

„Við höfum ákveðið þennan dag. Þar verður rætt um að sniðganga HM í Katar. Við munum varpa ljósi á allt sem tengist mótinu og leggja öll gögnin á borðið. Við munum skipa sérstaka nefnd sem mun vinna að þessu máli en það er ekki ákveðið hverjir skipa nefndina," sagði Svendsen í viðtali við NTB.
Athugasemdir
banner
banner
banner