Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. mars 2021 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun Stóri Sam falla í fyrsta sinn - Segist þurfa sex sigra
Sam Allardyce, stjóri West Brom.
Sam Allardyce, stjóri West Brom.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce er á góðri leið með að falla í fyrsta sinn með lið úr ensku úrvalsdeildinni.

Það hefur ekki gengið sem skyldi frá því að Allardyce tók við West Brom af Slaven Bilic um miðjan desember síðastliðinn. Hann var fenginn inn til að halda West Brom uppi enda hefur hann aldrei fallið úr deildinni.

Það virðist ætla að breytast núna. West Brom tapaði fyrir Crystal Palace í dag og er átta stigum frá öruggu sæti. West Brom á níu leiki eftir en liðin fyrir ofan, Fulham og Brighton, eiga tíu og ellefu leiki eftir.

Allardyce segir að West Brom þurfi að nýta færi sín betur en hann veit hvað þarf til að halda liðinu uppi.

„Ef við vinnum sex af síðustu níu leikjum okkar þá getum við haldið okkur uppi," sagði Stóri Sam eftir tapið í dag.

Ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni hefur fengið á sig fleiri mörk (31) og unnið færri leiki (2) en West Brom frá því að Allardyce tók við liðinu. West Brom hefur náð að þetta vörnina í undanförnum leikjum en þá hefur liðinu aðeins tekist að skora tvö mörk í síðustu sex deildarleikjum sínum.


Athugasemdir
banner
banner
banner