banner
   lau 13. mars 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Rangnick í viðræðum við Schalke
Ralf Rangnick
Ralf Rangnick
Mynd: Getty Images
Ralf Rangnick er í viðræðum við þýska félagið Schalke um að gerast yfirmaður íþróttamála en það er Goal.com sem greinir frá.

Rangnick er án starfs síðan hann hætti sem yfirmaður íþróttamála- og þróunarsviðs hjá Red Bull.

Hann hafði gríðarleg áhrif hjá Red Bull en hann sá um að finna leikmenn í Bandaríkjunum og Brasilíu auk þess sem hann kom að leikmannamálum hjá bæði Salzburg og Leipzig.

Rangnick er nú án starfs en hann er einn af þeim sem hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið hjá Þjóðverjum.

Samkvæmt Goal.com er hann hins vegar í viðræðum við Schalke um að gerast yfirmaður íþróttamála en ekkert formlegt tilboð hefur þó borist.

Rangnick þekkir vel til hjá Schalke en hann þjálfaði liðið í tvígang við góðan orðstír og gæti vel hugsað sér að starfa aftur hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner