Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. mars 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Aguero besta útlendinginn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Aguero í leik gegn Fulham í kvöld.
Aguero í leik gegn Fulham í kvöld.
Mynd: Getty Images
Neil Custis, blaðamaður The Sun, er á því máli að Sergio Aguero sé besti erlendi leikmaðurinn sem hafi spilað í ensku úrvalsdeildinni.

Aguero kom til City frá Atletico Madrid fyrir tíu árum síðan og hefur reynst félaginu ótrúlega vel. Aguero er markahæsti leikmaður í sögu félagsins.

Custis var í viðtali á Talksport og þar sagði hann:

„Ef ég væri knattspyrnustjóri og Aguero væri í mínu liði, þá myndi ég spila honum á einum fæti."

„Hann er besti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar," sagði Custis en hann var þá að taka Aguero fram yfir leikmenn eins og Thierry Henry og Cristiano Ronaldo.

Ray Parlour, fyrrum leikmaður Arsenal, er á því að Aguero sé í topp þremur en ekki sá besti. Hann segir að Henry sé sá besti og svo myndu Eric Cantona og Aguero koma þar á eftir.

Aguero hefur átt mjög erfitt með meiðsli og veikindi upp á síðkastið. Í kvöld skoraði hann í sigri á Fulham, en það var hans fyrsta deildarmark frá því í janúar í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner