Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. mars 2021 20:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu stoðsendinguna hjá Ísaki Bergmanni
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson, sem verður 18 ára síðar í þessum mánuði, átti stoðsendingu þegar Norrköping tapaði fyrir Häcken í sænska bikarnum í dag.

Leikurinn var gríðarlega fjörugur og var staðan jöfn 2-2 í leikhlé. Gestirnir í BK Häcken komust yfir í síðari hálfleik og sóttu heimamenn í sig veðrið undir lokin án þess þó að takast að gera jöfnunarmark.

Valgeir Lunddal lagði upp sigurmark Häcken en Ísak Bergmann lagði einnig upp fyrir Norrköping.

Ísak lagði upp fyrsta mark leiksins en umboðsmaður hans, Magnús Agnar Magnússon, birtir myndband af stoðsendingunni í kvöld.

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner