Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 13. mars 2021 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Ekki mikið fjör
Diego Simeone er þjálfari Atletico Madrid.
Diego Simeone er þjálfari Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Það er ekki hægt að segja að það hafi verið mikið fjör í seinni tveimur leikjum dagsins á Spáni.

Osasuna og Real Valladolid áttust við og þar var niðurstaðan markalaust jafntefli. Osasuna situr í 13. sæti deildarinnar og Valladolid í 16. sætinu.

Getafe tók síðan á móti toppliði Atletico Madrid. Atletico voru sterkari aðilinn en þeim tókst ekki að skora, ekki einu sinni eftir að Getafe missti Allan Nyom af velli með rautt spjald. Það var á 70. mínútu en Atletico náði ekki að nýta sér liðsmuninn á síðustu 20 mínútum leiksins.

Atletico er áfram á toppnum en Barcelona getur minnkað forskotið niður í fjögur stig með því að vinna næsta deildarleik sinn. Getafe er í 15. sæti.

Getafe 0 - 0 Atletico Madrid
Rautt spjald: Allan Nyom, Getafe ('70)

Osasuna 0 - 0 Valladolid

Önnur úrslit í dag:
Spánn: Benzema hetja Real Madrid
Athugasemdir
banner
banner
banner