Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. mars 2021 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán Teitur lagði upp - Diljá spilaði sinn fyrsta leik
Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson.
Mynd: Silkeborg
Diljá Ýr Zomers.
Diljá Ýr Zomers.
Mynd: BK Häcken
Miðjumaðurinn af Akranesi, Stefán Teitur Þórðarson, lagði upp fyrir Silkeborg í sigri gegn Hobro í dönsku B-deildinni í dag.

Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Silkeborg og Stefán Teitur lék á miðjunni þegar Silkeborg vann öruggan 0-3 útisigur gegn Hobro.

Stefán Teitur var tekinn af velli á 69. mínútu en hann verður pottþétt hluti af U21 landsliðshópnum fyrir lokakeppni EM í þessum mánuði. Patrik verður það líka en Silkeborg er í öðru sæti deildarinnar með einu stigi meira en Esbjerg sem tapaði fyrir toppliði Viborg fyrr í dag.

Diljá spilaði sinn fyrsta keppnisleik
Í Svíþjóð spilaði Diljá Ýr Zomers sinn fyrsta keppnisleik fyrir Häcken í 1-0 sigri á Vaxjö í sænska bikarnum. Diljá kom inn á sem varamaður fyrir Häcken á 68. mínútu en hún er 19 ára gömul.

Diljá var í skemmtilegu viðtali hér á Fótbolta.net fyrr í þessari viku sem má lesa hérna.

Berglind Rós Ágústsdóttir var ekki með Örebro í 0-3 tapi gegn Hammarby.

Það var þá Íslendingaslagur í æfingaleik í Svíþjóð í dag þar sem Sirius og Gautaborg gerðu jafntefli, 1-1. Aron Bjarnason byrjaði fyrir Sirius og Kolbeinn Sigþórsson spilaði fyrri hálfleikinn fyrir Gautaborg. Adam Ingi Benediktsson, ungur íslenskur markvörður, var á bekknum hjá Gautaborg í þessum leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner