Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. mars 2021 17:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svekkjandi tap hjá Jökli en staðan samt sem áður ágæt
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Andrésson var í marki Exeter í svekkjandi tapi gegn Cheltenham í ensku D-deildinni í dag.

Staðan var markalaus þegar komið var fram í uppbótartíma en á fyrstu mínútu uppbótartímans skoraði Cheltenham sigurmarkið í leiknum.

Gríðarlega svekkjandi fyrir Exeter sem er þremur stigum frá umspilssæti, en liðið á tvo leiki til góða liðið sem er þessa stundina í sjöunda sæti, síðasta umspilssætinu.

Jökull, sem er 19 ára, hefur verið frábær á láni hjá Exeter frá Reading og hann hlýtur að koma til greina í U21 landsliðshópinn í þessum mánuði.

Í ensku C-deildinni gerði Blackpool markalaust jafntefli við Fleetwood Town. Daníel Leó Grétarsson, varnarmaður Blackpool, hefur verið að glíma við meiðsli frá því í janúar en það styttist í endurkomu hans.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner