Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. mars 2021 16:32
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Bayern sigraði - Quaison með mikilvægt sigurmark
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
FC Bayern tókst að leggja Werder Bremen að velli í þýska boltanum í dag og eru Þýskalandsmeistararnir með fimm stiga forystu á RB Leipzig sem á leik til góða á morgun.

Leon Goretzka, Serge Gnabry og Robert Lewandowski gerðu mörkin í sigri Bayern í dag.

Botnlið Schalke steinlá þá gegn Wolfsburg sem er í þriðja sæti. Shkodran Mustafi er genginn til liðs við Schalke og byrjaði hann daginn á því að skalla boltann snyrtilega í eigið net.

Wolfsburg sýndi yfirburði og skoruðu heimamenn fjögur mörk eftir leikhlé í 5-0 sigri.

Werder Bremen 1 - 3 FC Bayern
0-1 Leon Goretzka ('22 )
0-2 Serge Gnabry ('35 )
0-3 Robert Lewandowski ('67 )
1-3 Niclas Fullkrug ('86 )

Wolfsburg 5 - 0 Schalke 04
1-0 Shkodran Mustafi ('31 , sjálfsmark)
2-0 Wout Weghorst ('51 )
3-0 Ridle Baku ('58 )
4-0 Josip Brekalo ('64 )
5-0 Maximilian Philipp ('79 )

Sænski framherjinn Robin Quaison gerði þá eina mark leiksins er Mainz lagði Freiburg að velli og nældi sér í lífsnauðsynleg stig í fallbaráttunni.

Mainz er með 21 stig eftir 25 umferðir og í harðri fallbaráttu við FC Köln, Hertha Berlin og Arminia Bielefeld.

Köln tapaði sínum leik í dag eftir að hafa komist yfir á útivelli gegn Union Berlin.

Heimamenn í Berlín sneru stöðunni við í síðari hálfleik og uppskáru mikilvægan sigur. Union er aðeins einu stigi frá Borussia Dortmund í Evrópusæti.

Mainz 1 - 0 Freiburg
1-0 Robin Quaison ('84 )

Union Berlin 2 - 1 Koln
0-1 Ondrej Duda ('45 , víti)
1-1 Max Kruse ('48 , víti)
2-1 Christopher Trimmel ('67 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 30 11 6 13 53 60 -7 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
15 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
16 Bochum 30 5 12 13 34 60 -26 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner
banner