Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. mars 2021 19:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zaha sá fyrsti sem ákveður að krjúpa ekki á kné
Wilfried Zaha.
Wilfried Zaha.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, kaus að krjúpa ekki á kné fyrir leik gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Það hefur skapast hefð fyrir því í ensku úrvalsdeildinni í vetur að krjúpa á kné fyrir leiki til að sýna samstöðu gegn kynþáttafordómum.

Zaha varð í dag fyrsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni til að krjúpa ekki á kné. Zaha, sem hefur orðið fyrir miklum kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum, sendi sér yfirlýsingu fyrir leikinn þar sem hann útskýrði ákvörðun sína.

„Það er ekkert rétt eða rangt í þessu en mér fannst bara vera orðin ákveðin rútína að fara niður á hné fyrir leik. Í augnablikinu skiptir það ekki máli hvort við förum niður á hné eða stöndum, sum okkar halda áfram að verða fyrir fordómum," sagði Zaha.

„Ég veit að það er verið að vinna mikið á bak við tjöldin hjá ensku úrvalsdeildinni og hjá öðrum yfirvöldum að breytingum og ég virði það og alla sem koma að málinu. Ég virði líka liðsfélaga mína og leikmenn hjá öðrum félögum sem halda áfram að krjúpa á kné."

„Sem samfélag finnst mér að við ættum að hvetja til betri menntunar í skólum og mér finnst að samfélagsmiðlar ættu að taka harðar á þeim sem beita öðru fólki - ekki bara fótboltamönnum - fordómum. Núna vil ég bara einbeita mér að fótbolta og njóta þess að spila."


Athugasemdir
banner
banner
banner