Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. mars 2021 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zidane vonar að Ramos skrifi undir - Vill ekki tjá sig um Ronaldo
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, veit ekki hvort fyrirliðinn Sergio Ramos verði áfram hjá félaginu eftir tímabilið.

Ramos er 34 ára gamall og rennur út á samningi í sumar. Hann hefur verið í viðræðum við Real Madrid í langan tíma en samkomulag hefur ekki enn náðst.

Ljóst er að mikill áhugi er á Ramos frá stórliðum í Evrópu og eru Frakklandsmeistarar PSG taldir líklegastir til að krækja í goðsögnina.

Ramos hefur unnið spænsku deildina fimm sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum frá komu sinni til félagsins 2005.

„Ég ætla að vera heiðarlegur og segja að ég veit ekki hvað gerist með hann. Við viljum halda honum hjá félaginu, hann er gríðarlega mikilvægur fyrir þetta lið," sagði Zidane, sem var svo spurður hvort félagaskipti Cristiano Ronaldo aftur til Madríd væru möguleg.

„Allir vita hvað Cristiano gerði fyrir þetta félag. Hann afrekaði ótrúlega hluti hérna en eins og staðan er núna þá er hann leikmaður Juventus. Ég get ekki sagt meira en það af virðingu við félagið og leikmanninn."

Ronaldo skoraði 450 mörk í 438 leikjum hjá Real Madrid. Ramos gerði 100 mörk í 668 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner