Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 13. apríl 2018 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eigendur West Ham óskuðu þess að Eiður myndi fótbrotna
Eiður Smári valdi Tottenham fram yfir West Ham.
Eiður Smári valdi Tottenham fram yfir West Ham.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
David Gold og David Sullivan.
David Gold og David Sullivan.
Mynd: Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, er ekki sérstaklega vinsæll hjá West Ham eftir að hann gekk ekki í raðir félagsins árið 2010.

Eiður var búinn að fara í læknisskoðun hjá West Ham og átti bara eftir að skrifa undir samninginn. Hann ákvað hins vegar á síðustu stundu að fara frekar til Tottenham.

Sú ákvörðun féll ekki vel í kramið hjá Gianfranco Zola, fyrrum liðsfélaga Eiðs sem var þá stjóri West Ham. „Ég var að búast við góðri hegðun frá honum," sagði Zola við Guardian eftir að Eiður ákvað að fara til Tottenham.

Zola var ekki sá eini sem var reiður því eigendur West Ham voru bálreiðir og skildu eftir ljót skilaboð á talhóflinu hjá Eiði. Greint er frá þessu í þáttunum "Gudjohsen" sem hægt er að finna í Sjónvarpi Símans Premium. Í þáttunum fara Eiður og æskuvinur hans Sveppi yfir feril hans á skemmtilegan hátt.

Um stóra West Ham-málið segir Eiður:

„Ég fór í læknisskoðunina og svo hringdi Harry Redknapp (þáverandi stjóri Tottenham."

Eiði leist betur á Tottenham og fór daginn eftir aftur í læknisskoðun á sama spítala hjá sama manni.

„Við fórum á hótelið sem West Ham hafði greitt fyrir og tékkuðum okkur út. Það voru skilin skilaboð á talhólfinu þínu og það var sagt 'Ef hann er að fara til Tottenham þá verður hann vonandi fótbrotinn '."

Eiður ákvað fara ekki til West Ham eftir þetta og samdi við Tottenham á lánssamningi nokkru síðar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net voru skilaboðin sem Eiður fékk frá eigendum West Ham, David Gold og David Sullivan.

Sjá einnig:
Sveppi spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Athugasemdir
banner
banner